Um fyrirtækið

Fyrirtækið Rafbox ehf. er stofnað í apríl 2018 af þremur ungum frumkvöðlum, þeim Kolbrúnu, Emil og Júlíusi, sem eiga það öll sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á hugmyndinni um orkuskipti og styðja þannig við sjálfbæra þróun í samgöngum á Íslandi. 

Teymið ákvað að það vildi leggja sitt af mörkum og stofna fyrirtæki, sem myndi aðstoða við þessa þróun og bjóða þjónustu sína í hönnun, sölu, uppsetningu og rekstri á hleðslulausnum fyrir rafbílaeigendur, hvort sem það er við einbýli, fjölbýli, fyrirtæki eða almenningsstæði. 

Í desember 2018 bættist svo í hlutahafahóp fyrirtækisins þegar rafverktakafyrirtækið Átak ehf. gekk til liðs við Rafbox. Auk þess hafa öflugir birgjar, ráðgjafar og verktakar komið til liðs við fyrirtækið, svosem rafverktakafyrirtækið Þelamörk.

Rafbox leggur mikið upp úr því að veita sértækar og hagkvæmar lausnir sem eru áreiðanlegar, þægilegar og umhverfisvænar fyrir viðskiptavini.

Teymið

Kolbrún Birna Bjarnadóttir
Framkvæmdastjóri

Kolbrún Birna er framkvæmdastjóri og ein af stofnendum Rafbox. Hún er með BSc í iðnaðar- verkfræði og MSc í hönnunar- og nýsköpunarverkfræði.

kolbrun (hjá) rafbox.is

Emil Örn Harðarson
Markaðsstjóri

Emil Örn er markaðsstjóri og einn af stofnendum Rafbox. Hann er flugmaður en hefur starfað í íþróttahreyfingunni í rúm 10 ár, m.a. í verkefnastjórn og markaðs- og miðlunarmálum.

emil (hjá) rafbox.is

Júlíus Freyr Bjarnason
Verkefnastjóri

Júlíus Freyr er mikill bílaáhugamaður og hefur fylgst grannt með þróun rafbíla. Hann stundar nám í vélstjórn við Tækniskólann og er einn af stofnendum Rafbox.

julius (hjá) rafbox.is

Bjarni Már Júlíusson
Ráðgjafi

Bjarni Már er sérlegur ráðgjafi fyrirtækisins. Hann er með mikla reynslu og þekkingu í orkugeiranum enda stjórnað teymi hjá ON sem m.a. fyrst opnaði hringveginn fyrir rafbílaeigendur á Íslandi.

info (hjá) rafbox.is

Jóna Björg Björgvinsdóttir
Fjármálastjóri

Jóna Björg sér um fjármálin hjá Rafbox. Hún hefur starfað sem fjármálastjóri og við bókhald í fjölmörg ár.

info (hjá) rafbox.is

Vörulisti

Charge Amps

EVBox

Ískraft

​Johan Rönning

Samfélagsmiðlar

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon
calendar-rafbox_blue_icon.png

© Rafbox ehf. 2020