Sérbýli
Fræðslumyndband HMS um hleðslu rafbíla og raflagnir
Þar sem fólk hefur einkaaðgang að bílastæði er hentugast að kom upp passandi hleðslustöð fyrir rafbílinn og beintengja hana inn á rafmagnstöflu hússins.
Skynsamlegast er að miða raflögnina við að geta þjónað rafbílum framtíðarinnar svo ekki þurfi að vinna grunnvinnuna aftur þegar rafbíllinn verður endurnýjaður. Fólk hefur val um að kaupa í byrjun einfalda hleðslustöð sem síðan verður uppfærð í takt við þarfir rafbílsins hverju sinni.
Það er einnig áhugaverður kostur að kaupa strax fullkomnari hleðslustöð sem dugar fyrir allar tegundir rafbíla og hægt er að aðgangsstýra, mæla notkun bílsins ásamt því að geta álagsstýrt hleðslunni til að hindra mögulegt yfirálag á rafkerfi hússins þegar rafbíll með stórum batteríum er hlaðinn.
