Ferðahleðslustöðvar!
Lengri ferðalög innanlands

Íslendingar munu ferðast innanlands í sumar og margir sem vilja prófa rafbílana í lengri ferðalög en þeir hafa gert hingað til.

Þegar margir rafbílar verða um hituna við hraðhleðslustöðvar umhverfis landið geta myndast ansi langar biðraðir og ekki allir sem eru tilbúnir að eyða fríinu sínu þar.


Flestir eiga varahleðslutæki sem fylgdi bílnum sem fer beint í venjulega innstungu (schuko) og hleður að jafnaði 2,3 kW (10 A). Það tekur þó líka tíma og eins og bent er á í tilmælum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) er það ekki æskilegasta leiðin til að hlaða rafbíla, þar sem innviðirnir á bakvið innstunguna eru oft ekki ætlaðir fyrir svo mikið afl í langan tíma samfleytt.


Innbyggðar AC og DC varnir

Þá kemur ferðahleðslustöðin sterk inn! Hún er búin iðnaðartengli (CEE) í stað schuko tengilsins og hleður allt að 22 kW (3 fasa, 32 A), sem er á við sterkustu heimahleðslustöðvar. Hana er hægt að stilla alveg niður í 6 A straum svo að stöðin fer aldrei yfir getu innviðanna. Í henni eru einnig innbyggðar bilunarstraumsvarnir, AC~30mA og DC~6mA sem HMS gerir kröfu um við hleðslustöðvar fyrir rafbíla og því þarf einungis að vera passandi sjálfvar í rafmagnstöflunni. Hún tengist í 16A eða 32A CEE tengil.


Tilvalin fyrir ferðaþjónustuna, bústaðaferðina eða tjaldútileguna.

Stöðin er einstaklega meðfærileg en hún er jafnvel nettari en mörg varahleðslutæki.

Á henni eru tveir takkar. Annar stillir aflið fyrir hverja hleðslu ef það á við og með hinum er hægt seinka upphafi hleðslu um allt að 6 klst.Á henni er einnig upplýsingaskjár sem gefur þér upplýsingar um aflstillingu, hleðslustöðu, tímastillingu hleðslu (scheduled time), hita í stöðinni, raunspennu, -afl og -straum í hleðslulotu, hleðslutíma hverrar lotu og heildarraforkunotkun hleðslulotunnar.

Með allar þessar upplýsingar í boði geta aðilar í ferðaþjónustunni, t.a.m. gistiheimili og tjaldsvæði boðið upp á hleðslu skv. sinni verðskrá.Tækniupplýsingar

Stöðvarnar koma í tveimur útfærslum; 1 fasa og 3 fasa. 1 fasa stöðvarnar er hægt að fá með type 1 hleðslutengli.


 • 5m snúra

 • Type 1 (1 fasa stöð) eða Type 2 tengi (1/3 fasa stöðvar)

 • Stillanlegur 6-32 A straumur

 • Afl allt upp í 7,2 kW (1 fasa stöð) og upp í 22 kW (3 fasa stöð)

 • IP 64 veðurþol

 • Hitaþol: -25°C til +50°C

 • Veggfesting fylgir

 • Staðlar: IEC 62752, SAE J1772-2012 / IEC62196-2

 • Í stöðinni er allur varnarbúnaður skv. kröfum HMS og því þarf aðeins að stinga henni í samband við passandi innstungu.

 • Yfirálagsvörn er innbyggð í stöðina. Hefðbundin skammhlaupsvörn nægir fyrir tengil.

 • Þyngd 3-4 kg

 • Poki utan um stöðina fylgir


Verð


1 fasa stöð

kr. 58.198 án vsk


3 fasa stöð

kr. 79.450 án vskVörulisti

Charge Amps

EVBox

Ískraft

​Johan Rönning

Samfélagsmiðlar

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon
calendar-rafbox_blue_icon.png

© Rafbox ehf. 2020