Álagsstýring í fjölbýlum

Í fjölbýlishúsum liggur heimtaug frá rafmagnskassa rafveitunnar, inn í rafmagnstöflu og deilist þaðan á sameign og íbúðir hússins.


Með stjórnbúnaði sem við bjóðum upp á er auðvelt að mæla rafmagnsnotkun hvers og eins bíls við hleðslu og stjórna hleðsluálaginu þegar rafbílum á heimtauginni fjölgar.


Algeng redding. Bráðabirgða- eða framtíðarlausn?

Margir bregða á það ráð að setja upp hefðbundna innstungu við stæðið sitt sem þolir álagið þegar hlaðið er með hleðslutækinu sem fylgdi bílnum og tengd er beint í mæli íbúðar viðkomandi. Þetta er þokkaleg redding þegar einungis einn eða tveir rafbílar eru í bílakjallaranum eða á bílastæði fjölbýlisins en hvað gerist þegar þeim fjölgar?


Yfirálag

Þegar bílunum fjölgar byrja vandræðin. Algengt er að fólk komi heim úr vinnu milli 16 og 18 á daginn, setji bílinn sinn í samband og hefjast svo handa við að útbúa kvöldmatinn. Þá fara ofnar og eldavélar í gang sem taka mikið afl í ofanálag við aflið sem þarf til að hlaða rafbílana. Þar sem öll raforkunotkunin fer í gegnum mismunandi mæla og stofna hverrar íbúðar getur myndast yfirálag á heimtaug fjölbýlisins (sem fæðir stofna íbúðanna) og þá slær öllu út.


Hvernig virkar álagsstýringin?

Ef allar stöðvar eru tengdar í gegnum sama stofninn er hægt að álagsstýra honum. Þá er sér raforkumæli komið fyrir í greinatöflu og því engin hleðslustöð á sama stofni og íbúðirnar. Nettengdum álagsstýringabúnaði er komið fyrir á heimtaug hússins sem les hversu mikið afl er notað hverju sinni. Hámarksstyrkur heimtaugarinnar er skráð inn við uppsetningu og þegar aflið sem er notað nálgast hámarksstyrk sendir búnaðurinn boð til hleðslustöðvanna í gegnum skýjalausn þeirra, um að lækka hleðsluaflið á meðan mikið álag er á stofninum.


Segjum sem svo að fjórir bílar eru tengdir á sama tíma í fullri hleðslu. Eldavélar og ofnar fara í gang ásamt sjónvörpum og öðrum stærri raftækjum íbúðanna og þá myndast ákveðinn toppur í raforkunotkun á heimtauginni. Í staðinn fyrir að það slái út eða rafmagnsgæði til íbúðanna verði minna þá hægist einfaldlega tímabundið á hleðslunni fyrir rafbílana þangað slökkt er á eldavélum og ofnum sem skapar aftur rými til að hlaða á meira afli.
Vörulisti

Charge Amps

EVBox

Ískraft

​Johan Rönning

Samfélagsmiðlar

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon
calendar-rafbox_blue_icon.png

© Rafbox ehf. 2020