Algengar spurningar
FAQ
Hvað er straumur?
Straumur er mældur í amperum og segir til um aflgetu rafstrengs, hleðslustöðva og annars rafbúnaðar
Hvað er álagsstýring?
Álagsstýring er búnaður sem deilir því rafmagni sem til er á milli hleðslustöðva og kemur þannig í veg fyrir að rafmagn hússins slái út á álagstímum.
Hver er munurinn á 1 fasa og 3 fasa stöð?
1 fasa stöðvarnar (3,7-7,4KW) flytja afl á einum fasa sem er algengasta rafkerfið á heimilum.
Hvað er heimtaug?
Heimtaug er rafmagnskapallinn sem liggur inn í hús og tengir það við rafveituna. Heimtaugin hefur ákveðið straumþol sem mælt er í amperum.
Hvað er IK staðall?
IK er staðall sem segir til um höggþol búnaðar.
Hvað er IP staðall?
IP er staðall sem segir okkur til um þéttleika rafbúnaðar gagnvart ryki og vatni.
Hvað er kW?
kW (kílówatt) er mælieining fyrir rafafl og er margfeldi straums og spennu.
Hvað er MID vottun?
MID er staðall sem segir til um mælinákvæmni orkusölumælis og MID mælar hafa þá nákvæmni sem krafist er við sölu raforku.
Hvað er RFID?
RFID (Radio Frequency Identification) er rafrænn auðkennislykill/flaga sem nýttur er til að stýra aðgangi að hleðslustöðvum.
Hvað er Schuko?
Schuko er hefðbundin rafmagnsinnstunga sem má finna á sumum hleðslustöðvunum sem við bjóðum upp á.
Hvað eru skýjalausnir?
Skýjalausnir eru lausnir sem bjóða upp á að stöðin tengist við svokallað ský sem getur tengt stöðvar saman, geymt upplýsingar og gert notandanum kleift að sjá yfirlit yfir hleðslulotur sínar á netinu í tölvu, farsíma eða spjaldtölvu.
Hver er munurinn á Type 1 og Type 2 snúrum?
Til eru tvær tegundir af tengjum sem notuð eru við hleðslu rafbíla. Flestir bílar sem komu frá Asíu og Ameríku eru með Type 1 en flestir aðrir bílar á markaðnum koma með Type 2.