
Við sjáum um allt ferlið -
Frá hugmynd til hleðslu
Það er mikilvægt að hleðslustöðvar og -lausnir séu settar upp af fagfólki. Tilkynna þarf allar breytingar sem gerðar eru á rafmagnstöflum þegar hleðslulausnir eru settar upp til Mannvirkjastofnunar.
Afhverju hleðslustöð?
Það að hlaða einungis með hleðslutækinu sem tengist beint í innstunguna heima getur verið varasamt.
Að nota hleðslustöð er hraðari og snjallari hleðsluaðferð sem eykur öryggi heimilanna. Þannig er einnig auðveldara að fylgjast með kostnaðinum og magni rafmagns sem notað er við hleðsluna.

Álagsstýring í fjölbýlum
Í fjölbýlishúsum liggur heimtaug frá rafmagnskassa rafveitunnar, inn í rafmagnstöflu og deilist þaðan á sameign og íbúðir hússins.
Með stjórnbúnaði sem við bjóðum upp á er auðvelt að mæla rafmagnsnotkun hvers og eins bíls við hleðslu og stjórna hleðsluálaginu þegar rafbílum á heimtauginni fjölgar.
Fróðleikur
Það getur verið flókið fyrir aðra en fagfólk að lesa sér til um hin ýmsu tengi og hleðslur og hvaða áhrif spenna og straumur hefur á afköst hleðslutækjanna.
Hér eru skilgreiningar á hugtökum og orðum sem notuð eru um rafbílahleðslur, útskýrð á einfaldari hátt.
Um hleðslu rafbíla og raflagnir
frá Mannvirkjastofnun